Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. febrúar 2015 13:44 Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra. Börkur Hrólfsson tók þessa mynd í versluninni við Geysi í gær. Mynd/Börkur Hrólfsson Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28
Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58