„Talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2015 15:40 „Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir. Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir.
Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01
Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30