15 milljón boxer-vélar frá Subaru Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 09:08 Boxer vél frá Subaru. Subaru náði þeim áfanga í vikunni að framleiða sína fimmtán milljónustu boxervél. Boxer-vélar hafa þá sérstöðu að vera með þverstæða strokka sem liggja beint hver á móti öðrum, en ekki í V eins og algengara er. Allir bílar Subaru eru með boxer-vélar í dag svo þeim fjölgar nú ört, enda gengur Subaru mjög vel að selja bíla sína þessa dagana. Subaru setti í fyrsta skipti boxer-vél í bíl árið 1966 og var það lítil 1,0 lítra fjögurra strokka vél. Subaru fagnar ekki aðeins 15 milljón boxer vélum þessa dagana því fyrirtækið náði einnig þeim áfanga í síðasta mánuði að framleiða 14 milljónasta fjörhjóladrifsbúnaðinn í bíla sína. Subaru hóf framleiðslu þess fyrir 43 árum. Aðeins eru tveir bílaframleiðendur heims sem notast aðallega við boxer-vélar, þ.e. Subaru og Porsche og gengur báðum fyrirtækjum einkar vel þessa dagana. Því virðist sem heimsbyggðinni líki við þessar vélar, enda eru þær þekktar fyrir góða endingu og afl og þær hafa þann kost að lækka þyngdarpunkt bíla þar sem flöt hönnun þeirra heldur þunganum neðar í bílum. Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent
Subaru náði þeim áfanga í vikunni að framleiða sína fimmtán milljónustu boxervél. Boxer-vélar hafa þá sérstöðu að vera með þverstæða strokka sem liggja beint hver á móti öðrum, en ekki í V eins og algengara er. Allir bílar Subaru eru með boxer-vélar í dag svo þeim fjölgar nú ört, enda gengur Subaru mjög vel að selja bíla sína þessa dagana. Subaru setti í fyrsta skipti boxer-vél í bíl árið 1966 og var það lítil 1,0 lítra fjögurra strokka vél. Subaru fagnar ekki aðeins 15 milljón boxer vélum þessa dagana því fyrirtækið náði einnig þeim áfanga í síðasta mánuði að framleiða 14 milljónasta fjörhjóladrifsbúnaðinn í bíla sína. Subaru hóf framleiðslu þess fyrir 43 árum. Aðeins eru tveir bílaframleiðendur heims sem notast aðallega við boxer-vélar, þ.e. Subaru og Porsche og gengur báðum fyrirtækjum einkar vel þessa dagana. Því virðist sem heimsbyggðinni líki við þessar vélar, enda eru þær þekktar fyrir góða endingu og afl og þær hafa þann kost að lækka þyngdarpunkt bíla þar sem flöt hönnun þeirra heldur þunganum neðar í bílum.
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent