Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þýski leiðsögumaðurinn Ulrich Pittroff var með hóp ferðamanna í fjörunni á þriðjudaginn þegar ferðamaðurinn óð út í eins og sjá má á myndinni. Mynd/Ulrich Pittroff Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22
Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30