Fótbolti

Champagne getur ekki boðið sig fram

Jerome Champagne.
Jerome Champagne. vísir/getty
Menn halda áfram að draga framboð sín til baka í forsetakosningum FIFA.

David Ginola hætti við fyrir skömmu og nú hefur Jerome Champagne tilkynnt að hann ætli ekki að taka slaginn eftir allt saman.

Frambjóðendur þurfa að fá stuðning frá fimm knattspyrnusamböndum til þess að geta tekið þátt í kjörinu og aðeins þrjú sambönd voru til í að styðja Champagne. Hann varð því að draga framboð sitt til baka.

Þá standa eftir þeir Prins Alí, Luis Figo og Michael van Praag sem ætla að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Sepp Blatter.

Blatter hefur setið í forsetastóli síðan 1998 og er nú að bjóða sig fram í fimmta sinn. Kjörið fer fram þann 29. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×