Golf

Kylfusveinar stefna PGA

Kylfusveinarnir eru alltaf í vestum með auglýsingu. Ekki fá þeir neitt fyrir það.
Kylfusveinarnir eru alltaf í vestum með auglýsingu. Ekki fá þeir neitt fyrir það. vísir/getty
Yfir 80 kylfusveinar eru farnir í mál gegn PGA-mótaröðinni þar sem þeir vilja sinn skerf af auglýsingatekjum sem mótaröðin fær fyrir að skella auglýsingu á þá.

Kylfusveinarnir eru alltaf í vestum á PGA-mótaröðinni og á þeim er auglýsing. PGA fær 6,5 milljarða fyrir auglýsingarnar á vestunum á hverju ári en kylfusveinarnir fá ekki krónu af þeim peningum.

Nú er nóg komið segja kylfusveinarnir og þeir krefjast þess að fá sinn skerf af kökunni.

Einnig eru kylfusveinarnir ósáttir við að fá ekki aðgang heilsugæslu og eftirlaunin eru heldur engin. Það er því á ýmsu að taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×