Vanmetið afl Golf GTI Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 11:11 Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent
Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent