Toyota með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 16:25 Toyota hagnast sem aldrei fyrr. Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent