Stjörnubilaður rallakstur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 14:11 Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent
Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent