Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa 30. janúar 2015 09:00 Tiger fann sig ekki á fyrsta hring. Getty Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira