Spenna fyrir lokahringinn í Katar 23. janúar 2015 14:21 Sergio Garcia lék ekki sitt besta golf á þriðja hring. AP/Getty Heimsmeistaramótið á HM í handbolta er ekki eini stóri íþróttaviðburðurinn sem fram fer í Katar þessa dagana en Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evrópumótaröðinni er einnig í gangi. Þremur hringjum af fjórum er lokið en fyrir lokahringinn ríkir töluverð spenna þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sætinu á 13 höggum undir pari. Það eru þeir Marc Warren, Bernd Wieseberger, Emiliano Grillo og Brendan Grace en þeir eru með tveggja högga forskot á næstu menn. Spánverjinn Sergio Garcia sigraði í mótinu á síðasta ári en draumar hans um titilvörn hurfu eins og dögg fyrir sólu á þriðja hring í morgun sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann situr jafn í 62. sæti á einu höggi undir pari. Þá tókst Gary Stal, unga frakkanum sem sigraði í síðustu viku á Abu Dhabi meistaramótinu eftir ævintýralegan lokahring, ekki að fylgja sigrinum eftir en hann náði ekki niðurskurðinum í Katar og endaði á fjórum höggum yfir pari. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun en mótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum um helgina þar sem Humana Challenge á PGA-mótaröðinni er einnig á dagskrá. Hægt er að nálgast alla beinu útsendingartíma Golfstöðvarinnar hér. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið á HM í handbolta er ekki eini stóri íþróttaviðburðurinn sem fram fer í Katar þessa dagana en Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evrópumótaröðinni er einnig í gangi. Þremur hringjum af fjórum er lokið en fyrir lokahringinn ríkir töluverð spenna þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sætinu á 13 höggum undir pari. Það eru þeir Marc Warren, Bernd Wieseberger, Emiliano Grillo og Brendan Grace en þeir eru með tveggja högga forskot á næstu menn. Spánverjinn Sergio Garcia sigraði í mótinu á síðasta ári en draumar hans um titilvörn hurfu eins og dögg fyrir sólu á þriðja hring í morgun sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann situr jafn í 62. sæti á einu höggi undir pari. Þá tókst Gary Stal, unga frakkanum sem sigraði í síðustu viku á Abu Dhabi meistaramótinu eftir ævintýralegan lokahring, ekki að fylgja sigrinum eftir en hann náði ekki niðurskurðinum í Katar og endaði á fjórum höggum yfir pari. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun en mótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum um helgina þar sem Humana Challenge á PGA-mótaröðinni er einnig á dagskrá. Hægt er að nálgast alla beinu útsendingartíma Golfstöðvarinnar hér.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira