Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2015 14:44 "Það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron um árásina. Vísir/KTD/Eva Björk Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni sem Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs hefur engu skilað. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram frá því að rannsókn á málinu hóst. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að engin tíðindi séu af málinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá því á blaðamannafundi þann 30. desember að lögreglan væri að skoða myndbandsupptökur frá vettvangi. Nú er ljóst að ekkert kom út úr því.Aron mun ekki spila með landsliðinu gegn Egyptum á morgun vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Tékklandi í gær. Aron fékk högg undir kjálkann í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Ólíklegt er að hann verði meira með á mótinu að sögn Örnólfs Valdimarssonar, læknis íslenska liðsins.Árásin líkleg ástæða heilahristingins Örnólfur segir í samtali við Vísi að Aron hafi einkenni heilahristings. Líklega sé ástæðan sú að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Vísar Örnólfur þar til líkamsárásarinnar þar sem Aron fékk skurð á augabrún og brákað kinnbein. „Ef hann verður einkennalaus í dag eða á morgun þá fær hann að hreyfa sig á morgun og þá sjáum við til hvernig hann verður. Ef hann verður fínn við áreynslu þá má hann spila en ef hann er með einkenni þá má hann ekki spila.“Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Alsír í Katar.Vísir/Eva BjörkFá ekki að komast upp með þetta Ráðist var á Aron síðustu helgina í desember en landsliðsmennirnir voru þá komnir til landsins í aðdraganda landsliðsæfinga fyrir HM í Katar. Aron var að stíga upp í leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá réðust tveir menn skyndilega á hann. „Og það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í desember.Sjá einnig:Eflaust segja sumir að maður eigi ekki að vera í bænum Árásin var kærð til lögreglu. „Ég ætla ekki að leyfa þessum mönnum að komast upp með þetta enda hefur árásin þegar haft sínar afleiðingar - ég missi af tveimur landsliðsæfingum,“ sagði Aron. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36 Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni sem Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs hefur engu skilað. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram frá því að rannsókn á málinu hóst. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að engin tíðindi séu af málinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá því á blaðamannafundi þann 30. desember að lögreglan væri að skoða myndbandsupptökur frá vettvangi. Nú er ljóst að ekkert kom út úr því.Aron mun ekki spila með landsliðinu gegn Egyptum á morgun vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Tékklandi í gær. Aron fékk högg undir kjálkann í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Ólíklegt er að hann verði meira með á mótinu að sögn Örnólfs Valdimarssonar, læknis íslenska liðsins.Árásin líkleg ástæða heilahristingins Örnólfur segir í samtali við Vísi að Aron hafi einkenni heilahristings. Líklega sé ástæðan sú að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Vísar Örnólfur þar til líkamsárásarinnar þar sem Aron fékk skurð á augabrún og brákað kinnbein. „Ef hann verður einkennalaus í dag eða á morgun þá fær hann að hreyfa sig á morgun og þá sjáum við til hvernig hann verður. Ef hann verður fínn við áreynslu þá má hann spila en ef hann er með einkenni þá má hann ekki spila.“Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Alsír í Katar.Vísir/Eva BjörkFá ekki að komast upp með þetta Ráðist var á Aron síðustu helgina í desember en landsliðsmennirnir voru þá komnir til landsins í aðdraganda landsliðsæfinga fyrir HM í Katar. Aron var að stíga upp í leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá réðust tveir menn skyndilega á hann. „Og það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í desember.Sjá einnig:Eflaust segja sumir að maður eigi ekki að vera í bænum Árásin var kærð til lögreglu. „Ég ætla ekki að leyfa þessum mönnum að komast upp með þetta enda hefur árásin þegar haft sínar afleiðingar - ég missi af tveimur landsliðsæfingum,“ sagði Aron.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36 Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50
Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36
Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00
Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35