Tvö stór mót á döfinni um helgina 28. janúar 2015 10:30 Hvernig formi ætli Woods verði í á nýju tímabili? AP/Getty Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira