Krakkar, hvað á þessi að heita? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2015 11:00 Lukkudýr Smáþjóðaleikanna. Mynd/iceland2015.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að menn ætli að leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Hver bekkur fær að senda inn eitt nafn en þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins en sá bekkur sem vinnur fær meðal annars gefins tölvubúnað til skólans að verðmæti 100.000 krónur. Lukkudýrið er myndað úr efnum úr íslenskri náttúru en þar er á ferðinni gosdropi úr eldgosi sem hefur ís á halanum, mosa á búknum og stuðlaberg á fótunum.Fréttatilkynningin:Efnt er til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015.Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Skila inn nafni fyrir 5. febrúar og nafnið kynnt 21. febrúar.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt.Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins.Reglur um nafnasamkeppni:Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.Vinningur:Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.Saga lukkudýrsinsÞað er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gosdropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft.Gosdropinn svífur í loftinu og lendir á jökli þar sem hann fær ís á halann sinn. Hann skoppar og þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn.Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Litli náttúrukrafturinn er orðinn að lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015. Lukkudýrið er mjög litríkt.Hárið er eldur úr eldgosi, höfuðið er sólin sjálf, búkurinn er úr mosa, halinn er þakinn ísmolum úr jökli, fótleggirnir eru úr vatni og loks stendur lukkudýrið vel á fótum úr stuðlabergi. Lukkudýrið er einnig lipurt og sterkt. Hægt fyrir neðan er hægt að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til. Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að menn ætli að leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Hver bekkur fær að senda inn eitt nafn en þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins en sá bekkur sem vinnur fær meðal annars gefins tölvubúnað til skólans að verðmæti 100.000 krónur. Lukkudýrið er myndað úr efnum úr íslenskri náttúru en þar er á ferðinni gosdropi úr eldgosi sem hefur ís á halanum, mosa á búknum og stuðlaberg á fótunum.Fréttatilkynningin:Efnt er til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015.Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Skila inn nafni fyrir 5. febrúar og nafnið kynnt 21. febrúar.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt.Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins.Reglur um nafnasamkeppni:Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.Vinningur:Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.Saga lukkudýrsinsÞað er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gosdropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft.Gosdropinn svífur í loftinu og lendir á jökli þar sem hann fær ís á halann sinn. Hann skoppar og þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn.Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Litli náttúrukrafturinn er orðinn að lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015. Lukkudýrið er mjög litríkt.Hárið er eldur úr eldgosi, höfuðið er sólin sjálf, búkurinn er úr mosa, halinn er þakinn ísmolum úr jökli, fótleggirnir eru úr vatni og loks stendur lukkudýrið vel á fótum úr stuðlabergi. Lukkudýrið er einnig lipurt og sterkt. Hægt fyrir neðan er hægt að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til.
Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira