Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 19:17 Sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. Vísir/AFP „Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“ Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
„Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31