Ásgeir á CNN: Gat ekki spilað skrafl eftir skotæfingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 10:30 Ásgeir Sigurgeirsson ætlar sér á toppinn. vísir/getty „Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér. Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
„Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15