"Það allra svartasta sem ég hef séð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 11:47 Þessa mynd tók nágranni Sigvalda, Ólafur Gauti Sigurðsson. "Staðan hjá honum var slæm , en mun dekkri hjá mér á Hákonarstöðum,“ segir Sigvaldi. vísir/ógs „Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð. Bárðarbunga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
„Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð.
Bárðarbunga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent