Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 90-63 | Yfirburðir Keflvíkinga gegn Haukum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 14. janúar 2015 21:30 Carmen Tyson-Thomas mætir einum besta leikmanni deildarinnar í LeLe Hardy. vísir/valli Keflavík styrkti stöðu sína í 2. sæti Domino's deildar kvenna í körfubolta með stórsigri á Haukum í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu strax tóninn. Þær spiluðu öfluga vörn og voru duglegar að keyra fram í hraðaupphlaup sem skiluðu auðveldum stigum. Carmen Tyson-Thomas fór fyrir heimastúlkum í fyrri hálfleik með 26 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar, en dugnaðurinn og krafturinn í henni er magnaður. Keflavík leiddi með sex stigum, 26-20, eftir fyrsta leikhluta og byrjuðu þann næsta af gríðarlegum krafti. Gestirnir skoruðu reyndar fyrstu tvö stig 2. leikhluta, en Keflavíkurstúlkur svöruðu með 13 stigum í röð og náðu 17 stiga forskoti, 39-22. Sóknarleikur Hauka var með eindæmum stirður og einhæfur á þessum kafla og liðið átti í mestu vandræðum með að finna opin skot. Um miðjan 2. leikhluta fékk LeLe Hardy sína þriðju villu og var umsvifalaust tekin af velli. Öfugt við það sem ætla mætti skánaði sóknarleikur Hauka talsvert meðan Hardy vermdi bekkinn og þær hafnfirsku fóru loksins að hitta fyrir utan. Varnarleikurinn batnaði þó lítið og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn 14 stig, 50-36. Munurinn var sá sami um miðjan 3. leikhluta þegar fékk Tyson-Thomas sína fjórðu villu. Hún var sett í kælingu fram í lokaleikhlutann, en þrátt fyrir fjarveru hennar gekk Haukum ekkert að minnka muninn. Keflavíkurstúlkur áttu krók á móti hverju bragði Haukakvenna og liðið fékk framlag frá mörgum. Bryndís Guðmundsdóttir, sem lék sinn fyrsta leik í vetur, skoraði t.a.m. átta stig í 3. leikhluta og ljóst er að hún styrkir lið Keflavíkur mikið, sérstaklega þegar hún kemst í betra leikform. Heimastúlkur slökuðu hvergi á í fjórða leikhluta, juku forskotið jafnt og þétt og unnu að lokum sanngjarnan 27 stiga sigur, 90-63. Tyson-Thomas var atkvæðamest í jöfnu og sterku Keflavíkurliði, með 31 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 13 stig og sjö fráköst. Ingunn Embla Kristínardóttir var sömuleiðis öflug með 11 stig og þá hefur framlag Bryndísar verið nefnt. Hardy stóð upp úr í liði Hauka með 25 stig og 15 fráköst. Sólrún Inga Gísladóttir kom næst með 11 stig og þá skilaði Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10 stigum og 11 fráköstum.Bryndís: Formið er betra en ég hélt Bryndís Guðmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í vetur eftir heimsreisu. Hún skoraði átta stig (öll í 3. leikhluta) og var að vonum sátt með endurkomuna. "Þetta var ágætt, getum við ekki sagt það. Góður sigur á sterku Haukaliði sem er búið að standa sig vel í vetur" sagði Bryndís, en hvað fannst henni skila stórsigrinum á Haukum í kvöld? "Liðsvörnin. Við spiluðum hörkuvörn og þegar við getum það þá fylgir sóknin með." Bryndís hefur ekki leikið keppnisleik síðan hún lék með íslenska landsliðinu í sumar og hún sagðist enn eiga talsvert í land með að komast í sitt besta form. "Það er alltaf erfitt að koma aftur, þegar maður er ekki búinn að hreyfa sig svona lengi. "Líkamlega formið er ágætt, betra en ég hélt. Ég meiddi mig smá eftir að ég kom heim og er aðeins á annarri löppinni, en þetta kemur með tímanum," sagði Bryndís að lokum.Ívar: Verða að hafa trú á því sem þær eru að gera Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði að tapið gegn Keflavík í kvöld hefði verið full stórt miðað við gang leiksins. "Þetta kláraðist í 4. leikhluta. Mér fannst við vera að komast inn í leikinn í 3. leikhluta, en við misstum hausinn svolítið í þeim fjórða. "Þær skiptu yfir í svæðisvörn og þá hrundi þetta hjá okkur. Við hittum ekki neitt og svo þegar svæðisvörnin kom héldum við áfram að klúðra skotum og þá breikkaði bilið bara. "Það skýrir þennan mikla mun. Miðað við fyrstu þrjá leikhlutana hefði ekki verið óeðlilegt ef munurinn hefði verið 10-12 stig, en við gáfumst bara upp," sagði Ívar sem vildi sjá framlag frá fleiri leikmönnum en LeLe Hardy í kvöld. "Við töluðum um það fyrir leikinn að við þyrftum framlag frá fleirum en LeLe og mér fannst þær vera að reyna og það var jákvætt. "Þær þurfa bara að hafa trú á því sem þær eru að gera og trúa á sín skot. Stundum var eins og þær væru bara að skjóta til að losa sig við boltann," sagði Ívar og bætti við: "Það kom mjög góður kafli í 2. leikhluta þegar LeLe var utan vallar og við töluðum um það í hálfleik að við hefðum hreyft okkur miklu betur en þegar hún var inná. En það vantaði að gera það þegar hún var inná.Leik lokið | 90-63 | Öruggur Keflavíkursigur staðreynd.36. mín | 83-59 | Heimastúlkur slaka hvergi á og eru komnar með 24 stiga forskot. Þær eru búnar að spila frábærlega í kvöld og Haukar eiga engin svör við vel skipulögðum og öflugum leik Keflavíkur.34. mín | 77-56 | Munurinn heldur áfram að aukast og er nú kominn upp í 21 stig. Hardy reynir hvað hún getur og er komin með 22 stig og 14 fráköst.32. mín | 71-54 | Liðunum hefur ekki enn tekist að skora í leikhlutanum. Heimastúlkur eru væntanlega enn í rónni, enda munurinn mikill.Þriðja leikhluta lokið | 71-54 | Þetta er orðið ansi svart fyrir gestina úr Hafnarfirði sem eru 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Heimastúlkur spiluðu sérlega vel í fjarveru Tyson-Thomas, þó engin betur en Bryndís Guðmunsdóttir sem skoraði átta stig í leikhlutanum.28. mín | 62-51 | Munurinn er kominn niður í 11 stig. Haukastúlkur þurfa að þó saxa enn frekar á hann meðan Tyson-Thomas er utan vallar.26. mín | 58-45 | Tyson-Thomas fékk sína fjórða villu áðan og er sest á bekkinn. Hún kemur væntanlega ekkert meira við sögu í 3. leikhlutanum.25. mín | 58-44 | Sara Rún með afskaplega huggulega gabbhreyfingu og skorar. Munurinn er sá sami og í hálfleik - 14 stig.23. mín | 55-39 | Ingunn setur niður tvö vítaskot. Hún er komin með átta stig og er næststigahæst í liði heimakvenna.Seinni hálfleikur hafinn | 52-38 | Sylvía Rún skorar fyrstu stig seinni hálfleiks, en Tyson-Thomas svarar með því að setja niður tvö vítaskot.Fyrri hálfleik lokið | 50-36 | Fjórtán stig skilja liðin að í hálfleik. Keflavíkurstúlkur hafa verið mun sterkari og forysta þeirra er verðskulduð. Tyson-Thomas er búin að vera mögnuð með 26 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Sara Rún og Birna koma næstar með sjö stig hvor. Hardy er atkvæðamest hjá gestunum með 12 stig og sjö fráköst. Sólrún Inga kemur næst með níu stig.19. mín | 47-33| Og-einn karfa hjá Tyson-Thomas. Hún setur vítið svo niður. Sóknarleikur Hauka hefur, þótt það sé skrítið að segja það, batnað eftir að Hardy settist á bekkinn.18. mín | 44-27 | Tyson-Thomas setur niður tvö vítaskot. Hún er búin að eiga frábæran leik, með 20 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar.16. mín | 38-22 | Hardy fær sína þriðju villu og sest á bekkinn. Það er nákvæmlega ekkert að fara að hjálpa Haukum.15. mín | 38-22 | Birna misnotar gott færi eftir hraðaupphlaup, en Sara Rún fylgir vel á eftir, hirðir sóknarfrákastið, skorar og fær víti að auki. Sóknarleikur Haukakvenna er mjög einhæfur og stirður, enda hafa þær aðeins skorað tvö stig í öðrum leikhluta, gegn tólf hjá Keflavík.13. mín | 34-22 | Sara Rún skorar eftir hraðaupphlaup. Heimastúlkur hafa verið duglegar að keyra í bakið á gestunum úr Hafnarfirði í kvöld.11. mín | 28-22 | Hardy skorar fyrstu stig annars leikhluta af vítalínunni en Marín Laufey svarar með sínum fyrstu stigum.Fyrsta leikhluta lokið | 26-20 | Heimastúlkur leiða með sex stigum og sú forysta er fyllilega verðskulduð. Tyson-Thomas er kominn með níu stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar, en Birna og Ingunn koma næstar með sex stig hvor. Hardy er byrjuð að leggja drögin að enn einni þrennunni með tíu stig og sjö fráköst. Gestirnir eru töpuðu boltanum sex sinnum í fyrsta leikhluta.8. mín | 20-17 | Hardy stelur boltanum, brunar upp og kemur sér á línuna. Hún setur bæði vítin niður og minnkar muninn í þrjú stig. Hardy er þegar búin að fiska þrjár villur á leikmenn Keflavíkur.7. mín | 17-13 | Hardy minnkar muninn í fjögur stig af vítalínunni. Hún er með sex stig og fimm fráköst.5. mín | 14-7 | Birna Valgarðsdóttir eykur muninn í sjö stig af vítalínunni. Hún er kominn með þrjú stig og þrjú fráköst.2. mín | 8-5 | Heimastúlkur byrja betur. Ingunn er búinn að setja niður tvo þrista.Leikurinn hafinn | 3-0 | Ingunn Embla skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Bryndís Guðmundsdóttir leikur sinn fyrsta leik með Keflavík í vetur, en hún er nýlega kominn úr heimsreisu. Bryndís byrjar á bekknum í kvöld en það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill styrkur það er fyrir Keflavík að hafa endurheimt hana. Það er þó spurning hvernig leikformið er, en Bryndís spilaði síðast með landsliðinu í sumar.Fyrir leik: Það er nóg að gera hjá þjálfurum liðanna sem mætast hér í kvöld, en þeir stýra einnig karlaliðum félaganna sem eiga bæði leiki á morgun. Sigurður Ingimundarson og strákarnir hans sækja Stjörnuna heim á meðan Ívar Ásgrímsson og lærisveinar hans taka á móti Snæfelli í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði.Fyrir leik: Það eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Eggert Þór Aðalsteinsson sem sjá um dómgæsluna hér í kvöld.Fyrir leik: Í kvöld fáum við ekki einungis að sjá tvö af bestu liðum deildarinnar eigast við, heldur einnig tvo af allra bestu leikmönnum deildarinnar; LeLe Hardy hjá Haukum og Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík. Þær eru stigahæstu leikmenn deildarinnar eins og lesa má um í úttekt Óskars Ófeigs Jónssonar frá því í dag.Fyrir leik: Keflavík, sem var spáð sigri í Domino's-deildinni í árlegri spá forráðamanna liðanna, situr í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, eftir tólf sigurleiki og þrjú töp. Haukar eru með 22 stig í sætinu fyrir neðan, en þær hafnfirsku hafa unnið 11 leiki og tapað fjórum í vetur.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar frá TM-höllinni í Keflavík þar sem heimastúlkur taka á móti Haukum.Keflavík - Haukar [Bein textalýsing] Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Keflavík styrkti stöðu sína í 2. sæti Domino's deildar kvenna í körfubolta með stórsigri á Haukum í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu strax tóninn. Þær spiluðu öfluga vörn og voru duglegar að keyra fram í hraðaupphlaup sem skiluðu auðveldum stigum. Carmen Tyson-Thomas fór fyrir heimastúlkum í fyrri hálfleik með 26 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar, en dugnaðurinn og krafturinn í henni er magnaður. Keflavík leiddi með sex stigum, 26-20, eftir fyrsta leikhluta og byrjuðu þann næsta af gríðarlegum krafti. Gestirnir skoruðu reyndar fyrstu tvö stig 2. leikhluta, en Keflavíkurstúlkur svöruðu með 13 stigum í röð og náðu 17 stiga forskoti, 39-22. Sóknarleikur Hauka var með eindæmum stirður og einhæfur á þessum kafla og liðið átti í mestu vandræðum með að finna opin skot. Um miðjan 2. leikhluta fékk LeLe Hardy sína þriðju villu og var umsvifalaust tekin af velli. Öfugt við það sem ætla mætti skánaði sóknarleikur Hauka talsvert meðan Hardy vermdi bekkinn og þær hafnfirsku fóru loksins að hitta fyrir utan. Varnarleikurinn batnaði þó lítið og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn 14 stig, 50-36. Munurinn var sá sami um miðjan 3. leikhluta þegar fékk Tyson-Thomas sína fjórðu villu. Hún var sett í kælingu fram í lokaleikhlutann, en þrátt fyrir fjarveru hennar gekk Haukum ekkert að minnka muninn. Keflavíkurstúlkur áttu krók á móti hverju bragði Haukakvenna og liðið fékk framlag frá mörgum. Bryndís Guðmundsdóttir, sem lék sinn fyrsta leik í vetur, skoraði t.a.m. átta stig í 3. leikhluta og ljóst er að hún styrkir lið Keflavíkur mikið, sérstaklega þegar hún kemst í betra leikform. Heimastúlkur slökuðu hvergi á í fjórða leikhluta, juku forskotið jafnt og þétt og unnu að lokum sanngjarnan 27 stiga sigur, 90-63. Tyson-Thomas var atkvæðamest í jöfnu og sterku Keflavíkurliði, með 31 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 13 stig og sjö fráköst. Ingunn Embla Kristínardóttir var sömuleiðis öflug með 11 stig og þá hefur framlag Bryndísar verið nefnt. Hardy stóð upp úr í liði Hauka með 25 stig og 15 fráköst. Sólrún Inga Gísladóttir kom næst með 11 stig og þá skilaði Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10 stigum og 11 fráköstum.Bryndís: Formið er betra en ég hélt Bryndís Guðmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í vetur eftir heimsreisu. Hún skoraði átta stig (öll í 3. leikhluta) og var að vonum sátt með endurkomuna. "Þetta var ágætt, getum við ekki sagt það. Góður sigur á sterku Haukaliði sem er búið að standa sig vel í vetur" sagði Bryndís, en hvað fannst henni skila stórsigrinum á Haukum í kvöld? "Liðsvörnin. Við spiluðum hörkuvörn og þegar við getum það þá fylgir sóknin með." Bryndís hefur ekki leikið keppnisleik síðan hún lék með íslenska landsliðinu í sumar og hún sagðist enn eiga talsvert í land með að komast í sitt besta form. "Það er alltaf erfitt að koma aftur, þegar maður er ekki búinn að hreyfa sig svona lengi. "Líkamlega formið er ágætt, betra en ég hélt. Ég meiddi mig smá eftir að ég kom heim og er aðeins á annarri löppinni, en þetta kemur með tímanum," sagði Bryndís að lokum.Ívar: Verða að hafa trú á því sem þær eru að gera Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði að tapið gegn Keflavík í kvöld hefði verið full stórt miðað við gang leiksins. "Þetta kláraðist í 4. leikhluta. Mér fannst við vera að komast inn í leikinn í 3. leikhluta, en við misstum hausinn svolítið í þeim fjórða. "Þær skiptu yfir í svæðisvörn og þá hrundi þetta hjá okkur. Við hittum ekki neitt og svo þegar svæðisvörnin kom héldum við áfram að klúðra skotum og þá breikkaði bilið bara. "Það skýrir þennan mikla mun. Miðað við fyrstu þrjá leikhlutana hefði ekki verið óeðlilegt ef munurinn hefði verið 10-12 stig, en við gáfumst bara upp," sagði Ívar sem vildi sjá framlag frá fleiri leikmönnum en LeLe Hardy í kvöld. "Við töluðum um það fyrir leikinn að við þyrftum framlag frá fleirum en LeLe og mér fannst þær vera að reyna og það var jákvætt. "Þær þurfa bara að hafa trú á því sem þær eru að gera og trúa á sín skot. Stundum var eins og þær væru bara að skjóta til að losa sig við boltann," sagði Ívar og bætti við: "Það kom mjög góður kafli í 2. leikhluta þegar LeLe var utan vallar og við töluðum um það í hálfleik að við hefðum hreyft okkur miklu betur en þegar hún var inná. En það vantaði að gera það þegar hún var inná.Leik lokið | 90-63 | Öruggur Keflavíkursigur staðreynd.36. mín | 83-59 | Heimastúlkur slaka hvergi á og eru komnar með 24 stiga forskot. Þær eru búnar að spila frábærlega í kvöld og Haukar eiga engin svör við vel skipulögðum og öflugum leik Keflavíkur.34. mín | 77-56 | Munurinn heldur áfram að aukast og er nú kominn upp í 21 stig. Hardy reynir hvað hún getur og er komin með 22 stig og 14 fráköst.32. mín | 71-54 | Liðunum hefur ekki enn tekist að skora í leikhlutanum. Heimastúlkur eru væntanlega enn í rónni, enda munurinn mikill.Þriðja leikhluta lokið | 71-54 | Þetta er orðið ansi svart fyrir gestina úr Hafnarfirði sem eru 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Heimastúlkur spiluðu sérlega vel í fjarveru Tyson-Thomas, þó engin betur en Bryndís Guðmunsdóttir sem skoraði átta stig í leikhlutanum.28. mín | 62-51 | Munurinn er kominn niður í 11 stig. Haukastúlkur þurfa að þó saxa enn frekar á hann meðan Tyson-Thomas er utan vallar.26. mín | 58-45 | Tyson-Thomas fékk sína fjórða villu áðan og er sest á bekkinn. Hún kemur væntanlega ekkert meira við sögu í 3. leikhlutanum.25. mín | 58-44 | Sara Rún með afskaplega huggulega gabbhreyfingu og skorar. Munurinn er sá sami og í hálfleik - 14 stig.23. mín | 55-39 | Ingunn setur niður tvö vítaskot. Hún er komin með átta stig og er næststigahæst í liði heimakvenna.Seinni hálfleikur hafinn | 52-38 | Sylvía Rún skorar fyrstu stig seinni hálfleiks, en Tyson-Thomas svarar með því að setja niður tvö vítaskot.Fyrri hálfleik lokið | 50-36 | Fjórtán stig skilja liðin að í hálfleik. Keflavíkurstúlkur hafa verið mun sterkari og forysta þeirra er verðskulduð. Tyson-Thomas er búin að vera mögnuð með 26 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Sara Rún og Birna koma næstar með sjö stig hvor. Hardy er atkvæðamest hjá gestunum með 12 stig og sjö fráköst. Sólrún Inga kemur næst með níu stig.19. mín | 47-33| Og-einn karfa hjá Tyson-Thomas. Hún setur vítið svo niður. Sóknarleikur Hauka hefur, þótt það sé skrítið að segja það, batnað eftir að Hardy settist á bekkinn.18. mín | 44-27 | Tyson-Thomas setur niður tvö vítaskot. Hún er búin að eiga frábæran leik, með 20 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar.16. mín | 38-22 | Hardy fær sína þriðju villu og sest á bekkinn. Það er nákvæmlega ekkert að fara að hjálpa Haukum.15. mín | 38-22 | Birna misnotar gott færi eftir hraðaupphlaup, en Sara Rún fylgir vel á eftir, hirðir sóknarfrákastið, skorar og fær víti að auki. Sóknarleikur Haukakvenna er mjög einhæfur og stirður, enda hafa þær aðeins skorað tvö stig í öðrum leikhluta, gegn tólf hjá Keflavík.13. mín | 34-22 | Sara Rún skorar eftir hraðaupphlaup. Heimastúlkur hafa verið duglegar að keyra í bakið á gestunum úr Hafnarfirði í kvöld.11. mín | 28-22 | Hardy skorar fyrstu stig annars leikhluta af vítalínunni en Marín Laufey svarar með sínum fyrstu stigum.Fyrsta leikhluta lokið | 26-20 | Heimastúlkur leiða með sex stigum og sú forysta er fyllilega verðskulduð. Tyson-Thomas er kominn með níu stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar, en Birna og Ingunn koma næstar með sex stig hvor. Hardy er byrjuð að leggja drögin að enn einni þrennunni með tíu stig og sjö fráköst. Gestirnir eru töpuðu boltanum sex sinnum í fyrsta leikhluta.8. mín | 20-17 | Hardy stelur boltanum, brunar upp og kemur sér á línuna. Hún setur bæði vítin niður og minnkar muninn í þrjú stig. Hardy er þegar búin að fiska þrjár villur á leikmenn Keflavíkur.7. mín | 17-13 | Hardy minnkar muninn í fjögur stig af vítalínunni. Hún er með sex stig og fimm fráköst.5. mín | 14-7 | Birna Valgarðsdóttir eykur muninn í sjö stig af vítalínunni. Hún er kominn með þrjú stig og þrjú fráköst.2. mín | 8-5 | Heimastúlkur byrja betur. Ingunn er búinn að setja niður tvo þrista.Leikurinn hafinn | 3-0 | Ingunn Embla skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Bryndís Guðmundsdóttir leikur sinn fyrsta leik með Keflavík í vetur, en hún er nýlega kominn úr heimsreisu. Bryndís byrjar á bekknum í kvöld en það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill styrkur það er fyrir Keflavík að hafa endurheimt hana. Það er þó spurning hvernig leikformið er, en Bryndís spilaði síðast með landsliðinu í sumar.Fyrir leik: Það er nóg að gera hjá þjálfurum liðanna sem mætast hér í kvöld, en þeir stýra einnig karlaliðum félaganna sem eiga bæði leiki á morgun. Sigurður Ingimundarson og strákarnir hans sækja Stjörnuna heim á meðan Ívar Ásgrímsson og lærisveinar hans taka á móti Snæfelli í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði.Fyrir leik: Það eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Eggert Þór Aðalsteinsson sem sjá um dómgæsluna hér í kvöld.Fyrir leik: Í kvöld fáum við ekki einungis að sjá tvö af bestu liðum deildarinnar eigast við, heldur einnig tvo af allra bestu leikmönnum deildarinnar; LeLe Hardy hjá Haukum og Carmen Tyson-Thomas hjá Keflavík. Þær eru stigahæstu leikmenn deildarinnar eins og lesa má um í úttekt Óskars Ófeigs Jónssonar frá því í dag.Fyrir leik: Keflavík, sem var spáð sigri í Domino's-deildinni í árlegri spá forráðamanna liðanna, situr í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, eftir tólf sigurleiki og þrjú töp. Haukar eru með 22 stig í sætinu fyrir neðan, en þær hafnfirsku hafa unnið 11 leiki og tapað fjórum í vetur.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar frá TM-höllinni í Keflavík þar sem heimastúlkur taka á móti Haukum.Keflavík - Haukar [Bein textalýsing]
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira