Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 15:48 Margir stuðningsmanna Stjörnunnar eiga ekki kost á að mæta á blótið í ár. Vísir/Gunnar Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira