Kaymer í forystu í Abu Dhabi en McIlroy ekki langt undan Kári Örn Hinriksson skrifar 16. janúar 2015 16:11 Martin Kaymer hefur keppnistímabiliið af krafti. AP Rory McIlroy hefur keppnistímabilið mjög vel en eftir tvo hringi á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi er þessi besti kylfingur heims í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Þá á McIlroy ekki eftir að gleyma upphafshöggi sínu á 15. holu á öðrum hring í dag en hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum í atvinnumannamóti. McIlroy er ekki sá eini sem hefur farið holu í höggi í Abu Dhabi en Spánverjinn vinsæli, Miguel Angel Jimenez, gerði slíkt hið sama í gær og fagnaði á sinn einstaka hátt. Það er hins vegar Þjóðverjinn Martin Kaymer sem leiðir mótið en hann hefur leikið frábært golf og er á 13 höggum undir pari eftir hringina tvo. Í öðru sæti kemur belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á 12 undir pari en hann er af mörgum talinn vera einn af efnilegustu kylfingum Evrópumótaraðarinnar. Á PGA-mótaröðinni fer Sony Open fram á Hawaii en Webb Simpson og Paul Casey léku fyrsta hring á 62 höggum og deila þeir forystunni á átta höggum undir pari. Jason Day, Matt Kuchar og Camilo Villegas léku einnig vel á fyrsta hring og eru á meðal efstu manna en margir af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar hefja keppnistímabil sitt um helgina. Bæði HSBC meistaramótið og Sony Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér. Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy hefur keppnistímabilið mjög vel en eftir tvo hringi á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi er þessi besti kylfingur heims í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Þá á McIlroy ekki eftir að gleyma upphafshöggi sínu á 15. holu á öðrum hring í dag en hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum í atvinnumannamóti. McIlroy er ekki sá eini sem hefur farið holu í höggi í Abu Dhabi en Spánverjinn vinsæli, Miguel Angel Jimenez, gerði slíkt hið sama í gær og fagnaði á sinn einstaka hátt. Það er hins vegar Þjóðverjinn Martin Kaymer sem leiðir mótið en hann hefur leikið frábært golf og er á 13 höggum undir pari eftir hringina tvo. Í öðru sæti kemur belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á 12 undir pari en hann er af mörgum talinn vera einn af efnilegustu kylfingum Evrópumótaraðarinnar. Á PGA-mótaröðinni fer Sony Open fram á Hawaii en Webb Simpson og Paul Casey léku fyrsta hring á 62 höggum og deila þeir forystunni á átta höggum undir pari. Jason Day, Matt Kuchar og Camilo Villegas léku einnig vel á fyrsta hring og eru á meðal efstu manna en margir af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar hefja keppnistímabil sitt um helgina. Bæði HSBC meistaramótið og Sony Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér.
Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira