Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open 19. janúar 2015 16:08 Walker kann vel við sig á Hawaii. Getty Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira