Lifir af himinhátt fall Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 11:33 Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent
Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent