Sang-Moon Bae kallaður í herinn í heimalandinu 2. janúar 2015 17:30 Skiptir Bae golfkylfunum út fyrir vélbyssu? AP Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður. Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður.
Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira