Sport

Umræðan á Twitter eftir Íþróttamann ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var fjör á Twitter í kvöld.
Það var fjör á Twitter í kvöld. Vísir/Getty
Mikil umræða skapaðist á samskiptamiðlinum Twitter í kvöld þegar ljóst var hver myndi hreppa Íþróttamaður ársins 2014.

Jón Arnór Stefánsson var valinn fyrir magnaðan árangur á árinu, en Jón Arnór spilaði meðal annars stórt hlutverk í íslenska körfuboltalandsliðinu sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á Evrópumótinu.

Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnukappi hjá Swansea varð í öðru sæti og Guðjón Valur Sigurðsson handboltamaður hjá Barcelona í því þriðja.

Fjörugar umræður fóru af stað á Twitter um leið og ljóst var hver myndi verða efstur, en brotabrot af þeim má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×