Körfubolti

Miami fékk skell | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Miami fékk skell í NBA-körfuboltanum í nótt þegar þeir mættu til Houston. Miami vann fyrsta leikhlutann 27-23, en fengu svo skelli í öðrum og þriðja leikhluta. Þeir töpuðu öðrum leikhlutanum 38-22 og þeim þriðja 33-11. Lokatölur urðu svo 115-79, Houston í vil.

James Harden lék vel í liði Houston og skoraði 28 stig, en Dwayne Wade og Chris Bosh voru stigahæstir með fimmtán stig hvor. Þeir tóku báðir fjögur fráköst að auki.

Ríkjandi meistarar í San Antonio Spurs unnu annan leikinn í röð í nótt. Þeir unnu Washington með níu stiga mun, 101-92. Cory Joseph var stigahæstur hjá meisturunum með nítján stig, en þeir Bradley Beal og John Wall voru stigahæstir hjá Washington með 15 stig hvor.

Hinn 24 ára gamli Kemba Walker var í stuði í nótt fyrir Charlotte gegn Orlando. Kemba skoraði 30 stig í átta stiga sigri Charlotte, 98-90, en auk þess tók hann sex fráköst.

Paul Gasol var með flotta tvennu í naumum sigri Chicago í framlengdum leik gegn Boston, 109-104. Gasol skoraði 29 stig og tók sextán fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Boston með 29 stig.

Það gengur afleitlega hjá Minnesota, en þeir töpuðu í nótt sínum ellefta leik í röð þegar þeir biðu í lægri hlut gegn Utah á heimavelli, 101-89. Þeir hafa einungis unnið fimm af sínum 32 leikjum í vetur.

Öll úrslit næturinnar:

Charlotte - Orlando 98-90

Miami - Houston 79-115

Washington - San Antonio 92-101

Atlanta - Portland 115-107

Boston - Chicago 104-109

Utah - Minnesota 101-89

Memphis - Denver 85-114

Philadelphia - LA Clippers 91-127

Það besta úr leikjunum átta í nótt: Þetta er fallegt: Vince Carter í stuði: Chris Paul átti góðan leik í nótt: SVAKALEG troðsla:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×