Hættumat almannavarna skóp hættu á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 14:39 Frá Breiðdalsvík. Vísir/Valli. Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“ Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“
Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira