87% Frakka vilja ótakmarkaðan hámarkshraða Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 10:45 Á þýskri hraðbraut þar sem ótakmarkaður hraði er leyfður. Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent
Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent