Alfreð: Verður persónulegt áfall að missa Aron Tómas Þór þórðarson skrifar 7. janúar 2015 17:45 vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur. Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel, veitir ekki mörg stór viðtöl, en þegar hann lætur gamminn geysa hlusta allir. Tom O'Brannigan, fréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, fékk það einstaka tækifæri að spjalla við Alfreð í klukkustund heima hjá honum í Kiel á dögunum, en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Alfreð fer um víðan völl; ræðir æsku sína á Akueyri, fjölskylduna, uppeldið, handbolta á Íslandi, getnaðarvarnir og margt fleira. Undir lok viðtalsins spyr O'Brannigan Alfreð út í brotthvarf Arons Pálmarssonar, en Aron yfirgefur Kiel í sumar og gengur í raðir Veszprém í Ungverjalandi. Alfreð sótti Aron aðeins 18 ára gamlan til FH í Hafnarfirði og er búinn að gera hann að einum af bestu handboltamönnum heims. Aðspurður hvort þetta verði eins og að missa sitt eigið barn frá sér svarar Alfreð því játandi. „Já, þetta er þannig. Það verður mjög sárt fyrir mig persónulega að missa hann,“ segir Alfreð. „Ekki bara vegna þess að hann er Íslendingur heldur því hann er búinn að vera lengi hjá okkur, er að verða einn sá besti í heiminum, hefur ótrúlegan leikskilning og bara allan pakkann. Það verður persónulegt áfall fyrir mig þegar hann fer. Það er staðreynd.“vísir/gettyAlfreð segist ekki hafa reynt að sannfæra Aron um að vera áfram, en hann vildi að stórskyttan og leikstjórnandinn myndi taka ákvörðun fljótt. „Ég held hann hafi reynt að halda þessu leyndu fyrir mér í nokkrar vikur. En ég er atvinnumaður og get ekki talað við hann öðruvísi en aðra leikmenn eða reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans,“ segir Alfreð. „Ég myndi aldrei biðja leikmann um að gera mér persónulegan greiða því þá myndi ég skulda viðkomandi og þannig vinn ég ekki. Þetta er ákvörðun Arons. Hann verður að standa og falla með henni og taka afleiðingunum ef hún er röng.“ „Hann tók þessa ákvörðun en ég setti pressu á hann að afgreiða þetta snögglega. Hann sagði mér ekki strax hvað hann ætlaði að gera en ég vissi það alveg. Ég þurfti að hugsa um félagið, en það hefði verið skelfilegt að missa hann í sumar og fá ekki neinn annan í staðinn,“ segir Alfreð Gíslason. Svo fór að Veszprém var ekki tilbúið að borga upp samning Arons og klárar hann því tímabilið með Kiel. Sá hluti viðtalsins þar sem Alfreð talar um Aron efst eftir 48 mínútur og 10 sekúndur.
Handbolti Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51