„Árás á okkur öll“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 18:30 Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“ Charlie Hebdo Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Sjá meira
Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“
Charlie Hebdo Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Sjá meira