Píratar vilja afnema bann við guðlasti Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2015 10:40 Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. vísir/daníel Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira