Fleira launafólk sækir sér aðstoð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. desember 2014 09:30 Sjálfboðaliðar afhenda jólamatinn. vísir/ernir Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korputorgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstudag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið.Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast.vísir/ernirStaflar af hinum ýmsa hátíðarmat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körfur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðarhalds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkurvörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragnhildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsettum degi en það fá allir hjálp.“Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina.vísir/ernirHún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hópurinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglaunafólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félagsráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín.vísir/ernirÍ hillum er að finna ýmsa smávöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjölskylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrirtæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyrahurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboðaliðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinnar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korputorgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstudag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið.Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast.vísir/ernirStaflar af hinum ýmsa hátíðarmat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körfur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðarhalds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkurvörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragnhildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsettum degi en það fá allir hjálp.“Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina.vísir/ernirHún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hópurinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglaunafólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félagsráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín.vísir/ernirÍ hillum er að finna ýmsa smávöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjölskylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrirtæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyrahurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboðaliðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinnar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira