Hvað stendur eiginlega í skýrslunni umdeildu? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Michael Garcia vann ítarlega skýrslu þar sem ásakanir um spillingu innan FIFA voru rannsakaðar. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins. FIFA Fótbolti Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins.
FIFA Fótbolti Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira