Hannes æfir með KR og bíður eftir fréttum frá Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 06:30 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu gegn Hollandi. Vísir/Vilhelm „Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
„Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann