Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Örfirisey RE Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið. Bárðarbunga Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið.
Bárðarbunga Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels