Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. desember 2014 06:30 Síðasta embættisverkið áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét dómsmálin í hendur Ólafar Nordal á fimmtudag var að tilkynnt um að lögreglan á Hornafirði tilheyrði Norðausturkjördæmi. Fréttablaðið/GVA Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.
Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira