Handbolti

Frænkur að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Helga Díönudóttir.
Karen Helga Díönudóttir. Vísir/Valli
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er ekki sú eina úr fjölskyldunni sem er í kvennalandsliðinu í handbolta að þessu sinni því þar er einnig frænka hennar, Karen Helga Díönudóttir.

Pabbi Karenar Helgu og mamma Hrafnhildar Hönnu eru systkini. „Við erum því náskyldar,“ segir Hrafnhildar Hanna Þrastardóttir. Báðar voru þær valdar í hópinn fyrir leiki í forkeppni HM 2015.

„Hún kom fyrst inn í æfingatörninni síðast og er því í annað skiptið með núna. Ég er eitthvað aðeins búin að vera í sambandi við hana. Það er gott að vera tvær saman í þessu. Það er líka gaman að fá prófa það að spila með henni því ég hef alltaf verið að spila á móti henni,“ segir Hrafnhildur Hanna en Karen Helga er þremur árum eldri en hún og spilar með Haukum.

Karen Helga Díönudóttir hafði betur bæði í mörkum og í leiknum sjálfum þegar frænkurnar mættust í Olís-deildinni fyrr í vetur.


Tengdar fréttir

Ágúst valdi þrjá nýliða í hópinn

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hvaða 22 manna landsliðshóp fyrir komandi verkefni landsliðsins.

Landsliðskona í handbolta vann bæði gull og brons á EM í hópfimleikum

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Evrópumeistari með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum árið 2012, tók handboltann fram yfir fimleikana og komst í gær í A-landslið kvenna í handbolta í fyrsta sinn. Hún er einn af þremur nýliðum fyrir leiki í forkeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×