Rúnar: Nú þarf ég að setja mér ný markmið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2014 06:30 Rúnar Kristinsson stýrir nú atvinnumönnum í Noregi. vísir/Stefán Rúnar Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var loks formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær, en Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning. Rúnar þekkir hvern krók og kima hjá félaginu, en hann spilaði með því við góðan orðstír frá 1997-2000. Undanfarin fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR með góðum árangri, en hann gerði liðið tvívegis að Íslandsmeistara og bikarmeistara í þrígang. „Allt svona þarf að fara sínar leiðir og því hefur þetta tekið sinn tíma. En auðvitað er maður ekki einn inni í myndinni. Það voru fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu, en ég er ánægður með að mér var boðið þetta starf og jafnframt ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Rúnar við íþróttadeild 365 í gær. Nafn Rúnars hefur verið lengi í deiglunni, en hann var orðaður við starfið í fyrra og þá kom hann einmitt til greina. „Það var haft samband við mig fyrir ári. Þjálfarinn sem var að hætta núna ætlaði sér að hætta þá en gerði það ekki og hélt áfram. Þá var ég einn af þeim sem komu til greina hjá félaginu, en ekkert varð úr því.“ Þegar Rúnar ákvað að stíga út úr skrifstofunni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR um mitt sumar 2010 og gerast þjálfari liðsins ætlaði hann sér alltaf að fara út í þjálfun af fullum hug og komast eins langt og hann mögulega gæti. „Ég segi ekki að mig hafi dreymt alla tíð um að koma til Lilleström aftur og gerast þjálfari. Markmið mitt engu að síður þegar ég tók við KR 2010 var að komast til útlanda á stærra svið og það hefur mér tekist. Fyrsta markmið mitt í þjálfun var að standa mig vel með KR sem ég kann bestu þakkir fyrir það tækifæri sem það gaf mér. Hitt markmiðið, að komast í atvinnumennsku, er að ganga upp núna þannig nú þarf ég að setja mér ný markmið,“ sagði Rúnar. Fjárhagur félagsins hefur mikið verið í fréttum í Noregi, en þar á bæ ætla menn að setja upp launaþak og lækka laun lykilmanna liðsins vilji þeir halda áfram hjá félaginu. „Það er gífurlega erfitt ár framundan. Félagið er í örlitlum fjárhagsvandræðum en hér er fullt af góðu fólki og ég þekki innviði félagsins vel líkt og fólkið hérna þekkir mig. Saman getum við vonandi náð árangri og gert þetta að góðum tíma,“ sagði Rúnar og bætti við: „Staðan er þannig í Noregi og víðar að mörg lið hafa lítið á milli handanna. Það eru því ekkert margir klúbbar sem geta boðið þessum leikmönnum sem við erum kannski að missa betri samninga. Möguleikar okkar á að halda þeim eru því töluvert miklir.“ Það eru fleiri lið en Lilleström sem eiga í vandræðum segir hann. „Það eru mörg önnur félög í norsku deildinni sem eru að draga saman seglin, en nafn Lilleström er oftast dregið inn í umræðuna.“ Lilleström kom á óvart í sumar og hafnaði í fimmta sæti, en hvað vill Rúnar gera með liðið á næstu árum? „Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra en gert hefur verið undanfarin tíu til tólf ár.“- tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var loks formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í gær, en Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning. Rúnar þekkir hvern krók og kima hjá félaginu, en hann spilaði með því við góðan orðstír frá 1997-2000. Undanfarin fjögur ár hefur Rúnar stýrt KR með góðum árangri, en hann gerði liðið tvívegis að Íslandsmeistara og bikarmeistara í þrígang. „Allt svona þarf að fara sínar leiðir og því hefur þetta tekið sinn tíma. En auðvitað er maður ekki einn inni í myndinni. Það voru fleiri þjálfarar sem þeir skoðuðu, en ég er ánægður með að mér var boðið þetta starf og jafnframt ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Rúnar við íþróttadeild 365 í gær. Nafn Rúnars hefur verið lengi í deiglunni, en hann var orðaður við starfið í fyrra og þá kom hann einmitt til greina. „Það var haft samband við mig fyrir ári. Þjálfarinn sem var að hætta núna ætlaði sér að hætta þá en gerði það ekki og hélt áfram. Þá var ég einn af þeim sem komu til greina hjá félaginu, en ekkert varð úr því.“ Þegar Rúnar ákvað að stíga út úr skrifstofunni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KR um mitt sumar 2010 og gerast þjálfari liðsins ætlaði hann sér alltaf að fara út í þjálfun af fullum hug og komast eins langt og hann mögulega gæti. „Ég segi ekki að mig hafi dreymt alla tíð um að koma til Lilleström aftur og gerast þjálfari. Markmið mitt engu að síður þegar ég tók við KR 2010 var að komast til útlanda á stærra svið og það hefur mér tekist. Fyrsta markmið mitt í þjálfun var að standa mig vel með KR sem ég kann bestu þakkir fyrir það tækifæri sem það gaf mér. Hitt markmiðið, að komast í atvinnumennsku, er að ganga upp núna þannig nú þarf ég að setja mér ný markmið,“ sagði Rúnar. Fjárhagur félagsins hefur mikið verið í fréttum í Noregi, en þar á bæ ætla menn að setja upp launaþak og lækka laun lykilmanna liðsins vilji þeir halda áfram hjá félaginu. „Það er gífurlega erfitt ár framundan. Félagið er í örlitlum fjárhagsvandræðum en hér er fullt af góðu fólki og ég þekki innviði félagsins vel líkt og fólkið hérna þekkir mig. Saman getum við vonandi náð árangri og gert þetta að góðum tíma,“ sagði Rúnar og bætti við: „Staðan er þannig í Noregi og víðar að mörg lið hafa lítið á milli handanna. Það eru því ekkert margir klúbbar sem geta boðið þessum leikmönnum sem við erum kannski að missa betri samninga. Möguleikar okkar á að halda þeim eru því töluvert miklir.“ Það eru fleiri lið en Lilleström sem eiga í vandræðum segir hann. „Það eru mörg önnur félög í norsku deildinni sem eru að draga saman seglin, en nafn Lilleström er oftast dregið inn í umræðuna.“ Lilleström kom á óvart í sumar og hafnaði í fimmta sæti, en hvað vill Rúnar gera með liðið á næstu árum? „Mig langar að fara með þetta lið aðeins hærra en gert hefur verið undanfarin tíu til tólf ár.“- tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira