Jól, eftir Stefán frá Hvítadal 1. nóvember 2014 00:01 I. Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá. Og von á mörgu ég vissi þá. Því jólasveinar úr jöklageim trítluðu um fjöllin og tíndust heim. Ég aldrei sjálfur þau undur leit, hann Kertasníki og kveldsins sveit. Ég man sá lýður í myrkri ólst. Og jólakötturinn jafnan fólst. II. Það lækkaði stöðugt á lofti sól. Þau brostu í nálægð mín bernskujól. Og sífellt styttist við sérhvern dag. Og húsið fylltist af helgibrag. Hann leið um hugann, sá ljúfi blær. Og laust var sofið. Þau liðu nær. Hve allt var dýrðlegt við annan brag, á Þorláksmessu, þann þráða dag. Um bekki var strokið og brík og hólf. Og hirzlur þvegnar og húsagólf. Og allt hið gamla var endurfætt. Og ilmur í göngum frá eldhúsgætt. Ég reikaði um bæinn, er rökkur fól. Ég man þá hrifning: Á morgun jól! III. Ó blessuð jólin, hver bið mér sveið. Í klæðunum nýju ég kveldsins beið. Það skyggði aldrei, hvert skot var ljóst. Ég fylltist gleði, er fólkið bjóst. Að sjöttu stundu um síðir dró. Kveldið var heilagt, er klukkan sló. Þá hljóðnaði fólkið. Ég heyrði og fann, að ljóssins englar þá liðu í rann. IV. Ég þokaðist burtu, ég þoldi ei bið, og kistuna gömlu ég kraup nú við. Hún húkti þar frammi sem hrörnað skar, ein heimsins dýrasta hirzla var. Hún mamma fól þar sinn mikla auð: ljómandi kerti og laufabrauð. Og lífið var sæla og lánið heilt, er kistan var opnuð og kertum deilt. Og ljósin brunnu svo ljómarík, frá rúmi hverju, á rekkjubrík. V. Og prúð var stundin er pabbi tók af hillunni ofan þá helgu bók og las með andakt um lífsins sól, um Herrans fæðing, um heilög jól, og lyfti mér barni í ljómann þann, er hirðingjaflokki af hæðum brann. VI. Ó, blessuð jólin, er barn ég var. Ó, mörg er gleðin að minnast þar. Í gullnum ljóma, hver gjöf mér skín. En kærust vor mér kertin mín. Því lausnari heimsins þeim ljóma gaf. Þau fegurst lýstu, er fólkið svaf. Þau kerti brunnu svo bjart og rótt í Jesú nafni um jólanótt. VII. Ó, láttu, Kristur, þá laun sín fá, er ljós þín kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. Stefán frá Hvítadal (1887-1933) Jól Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól
I. Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá. Og von á mörgu ég vissi þá. Því jólasveinar úr jöklageim trítluðu um fjöllin og tíndust heim. Ég aldrei sjálfur þau undur leit, hann Kertasníki og kveldsins sveit. Ég man sá lýður í myrkri ólst. Og jólakötturinn jafnan fólst. II. Það lækkaði stöðugt á lofti sól. Þau brostu í nálægð mín bernskujól. Og sífellt styttist við sérhvern dag. Og húsið fylltist af helgibrag. Hann leið um hugann, sá ljúfi blær. Og laust var sofið. Þau liðu nær. Hve allt var dýrðlegt við annan brag, á Þorláksmessu, þann þráða dag. Um bekki var strokið og brík og hólf. Og hirzlur þvegnar og húsagólf. Og allt hið gamla var endurfætt. Og ilmur í göngum frá eldhúsgætt. Ég reikaði um bæinn, er rökkur fól. Ég man þá hrifning: Á morgun jól! III. Ó blessuð jólin, hver bið mér sveið. Í klæðunum nýju ég kveldsins beið. Það skyggði aldrei, hvert skot var ljóst. Ég fylltist gleði, er fólkið bjóst. Að sjöttu stundu um síðir dró. Kveldið var heilagt, er klukkan sló. Þá hljóðnaði fólkið. Ég heyrði og fann, að ljóssins englar þá liðu í rann. IV. Ég þokaðist burtu, ég þoldi ei bið, og kistuna gömlu ég kraup nú við. Hún húkti þar frammi sem hrörnað skar, ein heimsins dýrasta hirzla var. Hún mamma fól þar sinn mikla auð: ljómandi kerti og laufabrauð. Og lífið var sæla og lánið heilt, er kistan var opnuð og kertum deilt. Og ljósin brunnu svo ljómarík, frá rúmi hverju, á rekkjubrík. V. Og prúð var stundin er pabbi tók af hillunni ofan þá helgu bók og las með andakt um lífsins sól, um Herrans fæðing, um heilög jól, og lyfti mér barni í ljómann þann, er hirðingjaflokki af hæðum brann. VI. Ó, blessuð jólin, er barn ég var. Ó, mörg er gleðin að minnast þar. Í gullnum ljóma, hver gjöf mér skín. En kærust vor mér kertin mín. Því lausnari heimsins þeim ljóma gaf. Þau fegurst lýstu, er fólkið svaf. Þau kerti brunnu svo bjart og rótt í Jesú nafni um jólanótt. VII. Ó, láttu, Kristur, þá laun sín fá, er ljós þín kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. Stefán frá Hvítadal (1887-1933)
Jól Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól