„Ég er hinn fullkomni tískubloggari" Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. október 2014 09:00 Hér má sjá trendsetterinn í nýjasta trendinu, fur on fur eða feldur við feld. Vísir/einkasafn Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wordpress.com sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetterinn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frábær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iittala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trendsetterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogginu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á toppinn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðsmanni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jónsson] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hallgrímskirkju.“ Eurovision Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wordpress.com sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetterinn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frábær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iittala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trendsetterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogginu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á toppinn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðsmanni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jónsson] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hallgrímskirkju.“
Eurovision Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira