Finn ekki fyrir löppunum og held fyrir andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2014 07:00 Íslenska kvennalandsliðið sést hér í dansinum á fimmtudagskvöldið. vísir/Valli Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag. Íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag.
Íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira