Fer ekki út bara til að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2014 07:00 Glódís með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera í liði ársins. Vísir/Valli Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira