Fer ekki út bara til að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2014 07:00 Glódís með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera í liði ársins. Vísir/Valli Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira