Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2014 07:00 Holuhraun Rannsóknirnar geta bætt við forvitnilegum fróðleik um yfirstandandi hræringar. fréttablaðið/egill Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarðskjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niðurstöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkjun og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vísindariti Nature Geoscience.Árný Erla SveinbjörnsdóttirÁrný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsóknum á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuðum toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsavíkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsóknirnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarnar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rannsaka breytingar sem verða í jarðskorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rannsóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknarinnar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhugavert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Það verður mjög spennandi viðbót við öll önnur jarðvísindaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“ Bárðarbunga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarðskjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niðurstöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkjun og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vísindariti Nature Geoscience.Árný Erla SveinbjörnsdóttirÁrný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsóknum á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuðum toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsavíkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsóknirnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarnar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rannsaka breytingar sem verða í jarðskorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rannsóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknarinnar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhugavert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Það verður mjög spennandi viðbót við öll önnur jarðvísindaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“
Bárðarbunga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent