Ljúffeng eplakaka með ostakökutvisti - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2014 11:00 Þessi kaka svíkur engan. Eplaostakaka Botn 2½ bolli hveiti ½ bolli ljós púðursykur ¼ tsk. salt 225 g mjúkt smjör Fylling 225 g mjúkur rjómaostur ½ bolli 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar Eplafylling 3 græn epli, skorin í bita 1 tsk. kanill 2 msk. sykur Mulningur 1 bolli hveiti 1 bolli ljós púðursykur ½ bolli haframjöl 115 g mjúkt smjör Hitið ofninn í 170°C og smyrjið kassalaga form. Byrjið á botninum. Blandið hveiti, púðursykri og salti saman. Því næst er smjörinu blandað saman við með höndunum. Setjið blönduna í formið og bakið í fimmtán mínútur. Hrærið rjómaostinn létt og blandið sykrinum, eggjum og vanilludropum saman við. Hellið blöndunni yfir heitan botninn. Því næst er komið að mulningnum. Blandið hveiti, púðursykri og haframjöli saman. Blandið smjörinu saman við með höndunum og setjið mulninginn til hliðar. Blandið eplum, sykri og kanil saman og hellið eplunum yfir rjómaostsblönduna. Dreifið mulningnum yfir eplin og bakið í þrjátíu mínútur. Geymist í ísskáp í allt að þrjá daga. Fengið hér. Eftirréttir Eplabökur Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið
Eplaostakaka Botn 2½ bolli hveiti ½ bolli ljós púðursykur ¼ tsk. salt 225 g mjúkt smjör Fylling 225 g mjúkur rjómaostur ½ bolli 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar Eplafylling 3 græn epli, skorin í bita 1 tsk. kanill 2 msk. sykur Mulningur 1 bolli hveiti 1 bolli ljós púðursykur ½ bolli haframjöl 115 g mjúkt smjör Hitið ofninn í 170°C og smyrjið kassalaga form. Byrjið á botninum. Blandið hveiti, púðursykri og salti saman. Því næst er smjörinu blandað saman við með höndunum. Setjið blönduna í formið og bakið í fimmtán mínútur. Hrærið rjómaostinn létt og blandið sykrinum, eggjum og vanilludropum saman við. Hellið blöndunni yfir heitan botninn. Því næst er komið að mulningnum. Blandið hveiti, púðursykri og haframjöli saman. Blandið smjörinu saman við með höndunum og setjið mulninginn til hliðar. Blandið eplum, sykri og kanil saman og hellið eplunum yfir rjómaostsblönduna. Dreifið mulningnum yfir eplin og bakið í þrjátíu mínútur. Geymist í ísskáp í allt að þrjá daga. Fengið hér.
Eftirréttir Eplabökur Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið