Hundrað á dag á Vestari-Sauðahnjúki Freyr Bjarnason skrifar 9. september 2014 07:00 Hægt er að sjá eldgosið í Holuhrauni frá Vestari-Sauðahnjúki. Mynd/Páll Guðmundur Pálsson Frá því á fimmtudagskvöld hafa um eitt hundrað manns á dag fylgst með eldgosinu í Holuhrauni frá Vestari-Sauðahnjúki sem er vestur af Snæfelli. Um þrjátíu bílar hafa komið þangað á hverjum degi, flestir seinnipartinn, og fólk fylgist með gosinu sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð í loftlínu. „Þetta er umferð sem við höfum eiginlega aldrei séð á þessu svæði og allra síst í september,“ segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður yfir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðallega eru þetta Íslendingar sem koma á jeppunum sínum og leggja í bílastæði sem þarna er. Þaðan er hægt að ganga í um tuttugu mínútur stikaða leið upp á topp fjallsins. Á bílastæðinu var áður pláss fyrir fimm til átta bíla en búið er að fjórfalda stærð þess til að koma fleiri bílum fyrir. Páll Guðmundur Pálsson, sem rekur Laugafell Highland Hostel, er einn þeirra sem hafa skoðað gosið frá þessu sjónarhorni. „Ég fór þarna á laugardagskvöldið og kíkti á gosið með félögum mínum. Þá taldi ég 22 bíla,“ segir hann. „Það er ekki nema einn og hálfur tími frá Egilsstöðum að rúlla þetta og þetta er besta útsýnið sem er í boði, utan lokunarsvæðis.“ Hann segir fallegt að horfa á eldgosið í ljósaskiptunum en að degi til sést það ekkert sérlega vel. Bárðarbunga Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Frá því á fimmtudagskvöld hafa um eitt hundrað manns á dag fylgst með eldgosinu í Holuhrauni frá Vestari-Sauðahnjúki sem er vestur af Snæfelli. Um þrjátíu bílar hafa komið þangað á hverjum degi, flestir seinnipartinn, og fólk fylgist með gosinu sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð í loftlínu. „Þetta er umferð sem við höfum eiginlega aldrei séð á þessu svæði og allra síst í september,“ segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður yfir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðallega eru þetta Íslendingar sem koma á jeppunum sínum og leggja í bílastæði sem þarna er. Þaðan er hægt að ganga í um tuttugu mínútur stikaða leið upp á topp fjallsins. Á bílastæðinu var áður pláss fyrir fimm til átta bíla en búið er að fjórfalda stærð þess til að koma fleiri bílum fyrir. Páll Guðmundur Pálsson, sem rekur Laugafell Highland Hostel, er einn þeirra sem hafa skoðað gosið frá þessu sjónarhorni. „Ég fór þarna á laugardagskvöldið og kíkti á gosið með félögum mínum. Þá taldi ég 22 bíla,“ segir hann. „Það er ekki nema einn og hálfur tími frá Egilsstöðum að rúlla þetta og þetta er besta útsýnið sem er í boði, utan lokunarsvæðis.“ Hann segir fallegt að horfa á eldgosið í ljósaskiptunum en að degi til sést það ekkert sérlega vel.
Bárðarbunga Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira