Djamm í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 14:24 Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun