Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2014 06:00 Sepp Blatter mun sitja sem forseti FIFA eins og lengi og honum sýnist. Hann er hér með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ vísir/pjetur „Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
„Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira