Ferðamenn eru forvitnir 25. ágúst 2014 07:00 Hvar er Bárðarbunga? Þessir ferðamenn voru ekki að þræta við björgunarsveitarmenn til þess að komast nær Bárðarbungu heldur vildu þeir einfaldlega fá að sjá á kortinu hversu nálægt þeir væru henni. Svo tóku allir í hópnum mynd af skiltinu þar sem stendur á ensku og íslensku að lokað sé vegna hættunnar á eldgosi. fréttablaðið/vilhelm Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag. Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag.
Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira