„Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætleg" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 11:00 Friðrik fjallar um hugsjónina á bak við skyndibitastaði. Vísir/Valli „Skyndibiti þarf ekki að vera ógeðslegur. Ég er skyndibitafíkill en skyndibiti hefur mjög neikvæða merkingu á Íslandi. Sumir leggja ást og alúð í skyndibitann sinn. Þetta er ekki alltaf bara örbylgjuhituð Sóma-samloka,“ segir tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson. Nýir þættir með honum, Sósa og salat, hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun september. Í þáttunum ferðast Friðrik á milli skyndibitabúlla á landinu. „Ég fylgist með matreiðslunni og fjalla um hvern stað og hans sögu. Þetta er ekki matreiðsluþáttur þar sem ég hvet fólk til að elda í eldhúsinu heima. Ég vona frekar að áhorfendur vilji heimsækja þessa staði eftir þáttinn, fái vatn í munninn og grilli sér jafnvel samloku,“ bætir Friðrik við. Fimm þættir eru í þáttaröðinni og er viðfangsefnið staðir á suðvesturhorni Íslands. Verður þá framhald með öðrum landshlutum? „Það er aldrei að vita,“ segir Friðrik dulur. Hann óttast ekki að bæta á sig við gerð þáttanna. „Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætlega þannig að ég er slakur.“ Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
„Skyndibiti þarf ekki að vera ógeðslegur. Ég er skyndibitafíkill en skyndibiti hefur mjög neikvæða merkingu á Íslandi. Sumir leggja ást og alúð í skyndibitann sinn. Þetta er ekki alltaf bara örbylgjuhituð Sóma-samloka,“ segir tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson. Nýir þættir með honum, Sósa og salat, hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun september. Í þáttunum ferðast Friðrik á milli skyndibitabúlla á landinu. „Ég fylgist með matreiðslunni og fjalla um hvern stað og hans sögu. Þetta er ekki matreiðsluþáttur þar sem ég hvet fólk til að elda í eldhúsinu heima. Ég vona frekar að áhorfendur vilji heimsækja þessa staði eftir þáttinn, fái vatn í munninn og grilli sér jafnvel samloku,“ bætir Friðrik við. Fimm þættir eru í þáttaröðinni og er viðfangsefnið staðir á suðvesturhorni Íslands. Verður þá framhald með öðrum landshlutum? „Það er aldrei að vita,“ segir Friðrik dulur. Hann óttast ekki að bæta á sig við gerð þáttanna. „Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætlega þannig að ég er slakur.“
Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira