„Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætleg" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 11:00 Friðrik fjallar um hugsjónina á bak við skyndibitastaði. Vísir/Valli „Skyndibiti þarf ekki að vera ógeðslegur. Ég er skyndibitafíkill en skyndibiti hefur mjög neikvæða merkingu á Íslandi. Sumir leggja ást og alúð í skyndibitann sinn. Þetta er ekki alltaf bara örbylgjuhituð Sóma-samloka,“ segir tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson. Nýir þættir með honum, Sósa og salat, hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun september. Í þáttunum ferðast Friðrik á milli skyndibitabúlla á landinu. „Ég fylgist með matreiðslunni og fjalla um hvern stað og hans sögu. Þetta er ekki matreiðsluþáttur þar sem ég hvet fólk til að elda í eldhúsinu heima. Ég vona frekar að áhorfendur vilji heimsækja þessa staði eftir þáttinn, fái vatn í munninn og grilli sér jafnvel samloku,“ bætir Friðrik við. Fimm þættir eru í þáttaröðinni og er viðfangsefnið staðir á suðvesturhorni Íslands. Verður þá framhald með öðrum landshlutum? „Það er aldrei að vita,“ segir Friðrik dulur. Hann óttast ekki að bæta á sig við gerð þáttanna. „Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætlega þannig að ég er slakur.“ Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
„Skyndibiti þarf ekki að vera ógeðslegur. Ég er skyndibitafíkill en skyndibiti hefur mjög neikvæða merkingu á Íslandi. Sumir leggja ást og alúð í skyndibitann sinn. Þetta er ekki alltaf bara örbylgjuhituð Sóma-samloka,“ segir tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson. Nýir þættir með honum, Sósa og salat, hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun september. Í þáttunum ferðast Friðrik á milli skyndibitabúlla á landinu. „Ég fylgist með matreiðslunni og fjalla um hvern stað og hans sögu. Þetta er ekki matreiðsluþáttur þar sem ég hvet fólk til að elda í eldhúsinu heima. Ég vona frekar að áhorfendur vilji heimsækja þessa staði eftir þáttinn, fái vatn í munninn og grilli sér jafnvel samloku,“ bætir Friðrik við. Fimm þættir eru í þáttaröðinni og er viðfangsefnið staðir á suðvesturhorni Íslands. Verður þá framhald með öðrum landshlutum? „Það er aldrei að vita,“ segir Friðrik dulur. Hann óttast ekki að bæta á sig við gerð þáttanna. „Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætlega þannig að ég er slakur.“
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira