„Tilfinningakokteill“ einkennir líðan íbúanna Svavar Hávarðsson skrifar 23. ágúst 2014 00:01 Bannsvæði smalað. Mývetningar smöluðu fé sínu á fimmtudag og ætla aftur í dag. mynd/anton Marinó „Það er allur gangur á því. Flestir eru yfirvegaðir en einhverjir eru smeykir. Þetta er tilfinningakokteill,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurður um hvaða augum íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum líti jarðhræringarnar í Vatnajökli. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar héldu fundi með íbúum vegna jarðhræringa alla síðustu viku, þar á meðal á Húsavík, í Öxarfirði og á Egilsstöðum. Ekkert er látið mæta afgangi, og héldu fulltrúar Almannavarna fjarfund með kollegum sínum á Norðurlöndunum í gær. Svavar segir að á fundi með íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi hafi verið farið í gegnum rýmingaráætlanir til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu ef til eldsumbrota og flóðs í Jökulsá kemur. Allir séu meðvitaðir um þær hættur sem slíku geta fylgt, bæði fyrir íbúa á svæðinu og gesti.Svavar Pálsson.Á meðal fjölmargra aðila sem sátu fundinn talaði fulltrúi frá samráðshópi um áfallahjálp sem gaf góð ráð. Á fundinum var húsfyllir og ekki staðið upp fyrr en allir höfðu fengið svör við sínum spurningum. Auk lokana á hálendinu eru áþreifanlegustu aðgerðir sem gripið hefur verið til, að bændur huga að því að smala fé mun fyrr en annars hefði verið. „Hér á hálendinu sunnan þjóðvegar hafa bændur þegar farið til að smala. Það hafa þeir gert eftir samráð við okkur og upplýst um ferðatilhögun sína og fjarskipti. Fjallskil eru hér mjög svæðaskipt, hver siðurinn í sinni sveit. En ég heyri af fleiri og fleiri svæðum að menn ætla frekar að sækja sitt fé á meðan þeir geta, enda vitað af góðu veðri næstu dagana,“ segir Svavar. „Menn virðast síður ætla að smala í óvissu um náttúruvá samhliða óblíðu veðri. Áhættan er lágmörkuð með því að gera þetta fyrr en síðar.“ Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það er allur gangur á því. Flestir eru yfirvegaðir en einhverjir eru smeykir. Þetta er tilfinningakokteill,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurður um hvaða augum íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum líti jarðhræringarnar í Vatnajökli. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar héldu fundi með íbúum vegna jarðhræringa alla síðustu viku, þar á meðal á Húsavík, í Öxarfirði og á Egilsstöðum. Ekkert er látið mæta afgangi, og héldu fulltrúar Almannavarna fjarfund með kollegum sínum á Norðurlöndunum í gær. Svavar segir að á fundi með íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi hafi verið farið í gegnum rýmingaráætlanir til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu ef til eldsumbrota og flóðs í Jökulsá kemur. Allir séu meðvitaðir um þær hættur sem slíku geta fylgt, bæði fyrir íbúa á svæðinu og gesti.Svavar Pálsson.Á meðal fjölmargra aðila sem sátu fundinn talaði fulltrúi frá samráðshópi um áfallahjálp sem gaf góð ráð. Á fundinum var húsfyllir og ekki staðið upp fyrr en allir höfðu fengið svör við sínum spurningum. Auk lokana á hálendinu eru áþreifanlegustu aðgerðir sem gripið hefur verið til, að bændur huga að því að smala fé mun fyrr en annars hefði verið. „Hér á hálendinu sunnan þjóðvegar hafa bændur þegar farið til að smala. Það hafa þeir gert eftir samráð við okkur og upplýst um ferðatilhögun sína og fjarskipti. Fjallskil eru hér mjög svæðaskipt, hver siðurinn í sinni sveit. En ég heyri af fleiri og fleiri svæðum að menn ætla frekar að sækja sitt fé á meðan þeir geta, enda vitað af góðu veðri næstu dagana,“ segir Svavar. „Menn virðast síður ætla að smala í óvissu um náttúruvá samhliða óblíðu veðri. Áhættan er lágmörkuð með því að gera þetta fyrr en síðar.“
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira