Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísindaráð Almannavarna hefur komið reglulega saman um helgina til þess að fara yfir stöðuna. Flogið var að skjálftasvæðinu í gær til að setja þar niður mælitæki til þess að hægt væri að gera ítarlegri mælingar. Vísir/Baldur Hrafnkell Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira